Morgunblaðið:****
"Þetta er merkileg frásögn um merkilega
hreyfingu. Ég hvet alla áhugamenn um
stjórnmál til þess að kaupa bókina.
Hún veitir góða innsýn í stjórnmálin
á seinni hluta síðustu aldar."

Ármann Jakobsson: Stórfróðleg bók

Hvað er í bókinni? 

       „Möðruvallahreyfingin - Baráttusaga“ er frásögn af baráttu sem snerist um grundvallarstefnur í íslenskum stjórnmálum og því dugmikla fólki sem lagði mikið í sölurnar til að reyna að gera háleitar pólitískar hugsjónir sínar að veruleika.

     Að  grunni til er bókin byggð á samtíðargögnum af ýmsu tagi, þar á meðal minnisblöðum og dagbókum. Einnig hefur höfundurinn sótt í fróðleiksbrunn gamalla baráttufélaga, leitað fanga í skjalasafni Eysteins Jónssonar í Þjóðskjalasafninu, endurnýjað kynni  af umfjöllun fjölmiðla á sjötta og sjöunda áratugnum og skoðað liðna atburði í ljósi margvíslegra upplýsinga og rannsókna sem fram hafa komið hin síðari ár um sitthvað sem brallað var með leynd á bak við valdatjöldin.

     Nánar í efnisyfirliti bókarinnar.

  EFNISYFIRLIT 

Baráttan fyrir brottför bandaríska hersins var ofarlega á baugi hjá  SUF og Möðruvallahreyfingunni. Hér flytur Baldur Óskarsson, formaður SUF, ræðu á  útifundi hernámsandstæðinga árið  1970. 

Ný  bók um söguleg pólitísk átök

MÖÐRUVALLAHREYFINGIN

BARÁTTUSAGA

eftir Elías Snæland Jónsson

      „Framsóknarflokkurinn hafði misst væna flís úr feitum sauð  þegar Möðruvellingar hurfu á braut og má segja að  það hafi verið upphafið að endalokum flokksins sem öflugs mótvægis við Sjálfstæðisflokkinn.“

Snorri G. Bergsson, sagnfræðingur, 2008. 

      Nú  þegar íslensk þjóð tekst í  við hræðilegar afleiðingar öfgafullrar hægri stefnu liðinna áratuga er í senn brýnt og tímabært að  rifja upp gang þess örlagaríka stríðs sem SUF og Möðruvallahreyfingin háðu árum saman við hægri menn um sál Framsóknarflokksins.

     „Möðruvallahreyfingin – Baráttusaga -“ er vönduð og ítarleg frásögn af langvinnri baráttu sem snerist um grundvallarstefnur í íslenskum stjórnmálum, og því dugmikla fólki sem lagði mikið í sölurnar til að reyna að gera háleitar pólitískar hugsjónir sínar að veruleika.

Lifandi hugsjónir 

      Undir lok sjöunda áratugar 20. aldar og á fyrstu árum þess áttunda gerði fjölmenn og vösk sveit ungra hugsjónamanna úrslitatilraun til að  tryggja að Framsóknarflokkurinn bæri fram til sigurs þá stefnu félagshyggju og samfylkingar til vinstri sem flokksþing höfðu mótað og ríflega 28% kjósenda lýst stuðningi við í Alþingiskosningum. Gegn þessu snerust hægri menn í flokknum og þegar á leið einnig helstu forystumenn hans.

      Um margra ára skeið var harkalega tekist á um hvort Framsóknarflokkurinn ætti að vera í fylkingarbrjósti vinstri hreyfingarinnar í landinu eða rótlaus miðflokkur. Þessari baráttu, sem kennd hefur verið við SUF og Möðruvallahreyfinguna, lyktaði með sigri hægri manna vorið 1974 og stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þessi afdrifaríka ákvörðun flokksforystunnar fyrir rúmum 30 árum var upphaf þeirrar þróunar sem breytti næst stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar í smáflokk.

      Sjá  nánar í inngangi bókarinnar um Möðruvallahreyfinguna. 

      INNGANGURINN

 

 

 

Viltu kaupa
bókina?

      „Möðruvallahreyfingin - Baráttusaga“ er kilja í stóru broti, um 460 blaðsíður að stærð.
Hægt er að kaupa bókina „Möðruvallahreyfingin – Baráttusaga“ beint frá útgefanda með því að útfylla reitina hér að neðan. Verð bókarinnar er 5900 krónur.

      Útgefandi: Hergill, Brekkutún 18, 200 Kópavogur.

Fylltu út til að kaupa bókina

:

:

:

: